Innlent

Haraldur áfram bæjarstjóri

Randver Kári Randversson skrifar
Haraldur Sverrisson.
Haraldur Sverrisson. Vísir/GVA
Í dag verður undirritaður samstarfssamningur milli Sjálfstæðisflokks og VG um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Mosfellsbæ.

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum fengu sjálfstæðismenn fimm bæjarfulltrúa af níu og hreinan meirihluta í bæjarstjórn en Vinstri grænir fengu einn fulltrúa. Þessir tveir flokkar hafa átt í meirihlutasamstarfi undanfarin tvö kjörtímabil og hafa ákveðið að halda því áfram.

Haraldur Sverrisson, oddviti sjálfstæðismanna, verður áfram bæjarstjóri. Hafsteinn Pálsson D-lista og Bjarki Bjarnason V-lista skipta á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar á kjörtímabilinu. Formaður bæjarráðs verður Bryndís Haraldsdóttir D-lista.

Flokkarnir skipta svo á milli sín formennsku og varaformennsku í nefndum sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×