Innlent

„Við munum heyra í þeim hljóðið“

Ingvar Haraldsson skrifar
Haraldur Sverrisson er ánægður með kosninguna í Mosfellsbæ.
Haraldur Sverrisson er ánægður með kosninguna í Mosfellsbæ.
„Við Sjálfstæðismenn erum þakklát og glöð með þessa kosningu“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Búið er að telja meirihluta atkvæða og heldur Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn vann á síðasta kjörtímabili með bæjarfulltrúa Vinstri-grænna.

Haraldur segir Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn að vinna áfram með Vinstri-grænum. „Við munum heyra í þeim hljóðið og sjá hvernig landið liggur.“

Haraldur þakkar góðu fólki í flokknum og vel rekinni kosningabaráttu árangurinn.

Haraldur bætir einnig við: „Mosfellingum líkar vel við það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða.“

Haraldur gerir ráð fyrir því að halda áfram sem bæjarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×