Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Ingvar Haraldsson skrifar 13. júní 2014 13:26 Einar Boom segir andlegri heilsu hans hafa hrakað mjög eftir fimm mánaða gæsluvarðhald. vísir/anton brink Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira
Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Sjá meira