Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Ingvar Haraldsson skrifar 13. júní 2014 13:26 Einar Boom segir andlegri heilsu hans hafa hrakað mjög eftir fimm mánaða gæsluvarðhald. vísir/anton brink Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira