Sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Hjalti Karlsson. Á meðal þeirra sem Hjalti hefur hannað fyrir eru MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time og GusGus. MYND/Sven Hoffmann Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira