Sýnir í fyrsta sinn á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 10:00 Hjalti Karlsson. Á meðal þeirra sem Hjalti hefur hannað fyrir eru MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time og GusGus. MYND/Sven Hoffmann Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“ Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er sýning sem sett var upp í Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, í fyrra og skiptist í tvennt. Helmingurinn af henni er tímalína sem sýnir hver ég er og hvað ég hef verið að fást við síðustu tuttugu árin og hinn helmingurinn er smá bland í poka sem sýnir það sem ég hef gert um Ísland,“ segir Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, sem opnar í dag klukkan 15 sýninguna Svona geri ég í Hönnunarsafni Íslands. Hjalti býr og starfar í New York og hefur búið þar síðan hann hélt þangað til náms í lok níunda áratugar síðustu aldar. Þar rekur hann hönnunarfyrirtækið Karlssonwilker Design Studio sem hann og Jan Wilker stofnuðu árið 2000. Meðal fjölbreyttra viðskiptavina þeirra má nefna MTV, Wolf Gordon, tímaritið Time, húsgagnaframleiðandann Vitra, Puma, bílframleiðandann MINI, Guggenheim-safnið, MoMA-safnið í New York og síðast en ekki síst GusGus. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin í nóvember á síðasta ári og í tilefni af því var gerð um hann heimildarmynd sem er hluti af sýningunni Svona geri ég. „Myndin er 18 mínútna heimildarmynd um mig og stofuna gerð af Röhsska-safninu og er eðlilegur hluti af sýningunni,“ segir Hjalti. „Hún gengur í lúppu allan daginn svo áhorfendur þurfa ekki að óttast að þeir missi af henni.“ Á morgun mun Hjalti verða með leiðsögn um sýninguna klukkan 14 og leiða gesti í gegnum hana. „Ég ætla að halda smá tölu og skýra út sýninguna, auk þess að sýna fleiri hluti sem ég hef gert, ef einhver hefur áhuga,“ segir hann hógvær. Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta á Íslandi en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér. „Ég held samt alltaf mjög góðu sambandi við heimaslóðirnar og kem heim reglulega, en það hefur bara ekki komið upp að ég héldi sýningu hér fyrr,“ segir hann. „Ég hlakka mikið til.“
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira