Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2014 19:30 N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent