Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 12:13 Bréfið hefur vakið athygli. Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“ Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira