Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 12:13 Bréfið hefur vakið athygli. Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira