„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Fiskistofa er ein sérhæfðasta stofnun ríkisins. Vísir/Valli Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“ Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“
Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57