Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2014 15:05 Vísir/Vilhelm Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Ásgeir Beinteinsson skólastjóri sendi til foreldra. Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Að sögn Ásgeirs var lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn. Um enn eitt tilfellið er að ræða þar sem reynt hefur verið að lokka börn upp í bíla. Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Álftamýri, Laugarnesi og Seljahverfi á árinu. Ásgeir segir í bréfinu til foreldra mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum eftirfarandi atriði: -Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða heim. -Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum. -Fara ekki upp í bíl til ókunnugra. -Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim. -Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni. Þá sé mikilvægt að foreldrar hafi samband við lögreglu þegar svona atvik komi upp og brýni fyrir börnum að flýta sér heim úr skólanum. Þá sé mikilvægt að gæta þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því fullorðið fólk sé upp til hópa gott og traust. Bent er á að farið sé að dimma og nýjar útivistarreglur í gildi. Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Ásgeir Beinteinsson skólastjóri sendi til foreldra. Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Að sögn Ásgeirs var lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn. Um enn eitt tilfellið er að ræða þar sem reynt hefur verið að lokka börn upp í bíla. Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Álftamýri, Laugarnesi og Seljahverfi á árinu. Ásgeir segir í bréfinu til foreldra mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum eftirfarandi atriði: -Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða heim. -Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum. -Fara ekki upp í bíl til ókunnugra. -Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim. -Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni. Þá sé mikilvægt að foreldrar hafi samband við lögreglu þegar svona atvik komi upp og brýni fyrir börnum að flýta sér heim úr skólanum. Þá sé mikilvægt að gæta þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því fullorðið fólk sé upp til hópa gott og traust. Bent er á að farið sé að dimma og nýjar útivistarreglur í gildi.
Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00
„Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24
Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04
Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07
Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48