Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2014 15:05 Vísir/Vilhelm Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Ásgeir Beinteinsson skólastjóri sendi til foreldra. Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Að sögn Ásgeirs var lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn. Um enn eitt tilfellið er að ræða þar sem reynt hefur verið að lokka börn upp í bíla. Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Álftamýri, Laugarnesi og Seljahverfi á árinu. Ásgeir segir í bréfinu til foreldra mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum eftirfarandi atriði: -Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða heim. -Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum. -Fara ekki upp í bíl til ókunnugra. -Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim. -Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni. Þá sé mikilvægt að foreldrar hafi samband við lögreglu þegar svona atvik komi upp og brýni fyrir börnum að flýta sér heim úr skólanum. Þá sé mikilvægt að gæta þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því fullorðið fólk sé upp til hópa gott og traust. Bent er á að farið sé að dimma og nýjar útivistarreglur í gildi. Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Ásgeir Beinteinsson skólastjóri sendi til foreldra. Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Að sögn Ásgeirs var lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn. Um enn eitt tilfellið er að ræða þar sem reynt hefur verið að lokka börn upp í bíla. Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Álftamýri, Laugarnesi og Seljahverfi á árinu. Ásgeir segir í bréfinu til foreldra mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum eftirfarandi atriði: -Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða heim. -Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum. -Fara ekki upp í bíl til ókunnugra. -Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim. -Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni. Þá sé mikilvægt að foreldrar hafi samband við lögreglu þegar svona atvik komi upp og brýni fyrir börnum að flýta sér heim úr skólanum. Þá sé mikilvægt að gæta þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því fullorðið fólk sé upp til hópa gott og traust. Bent er á að farið sé að dimma og nýjar útivistarreglur í gildi.
Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00
„Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24
Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04
Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07
Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48