„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. janúar 2014 21:08 Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. Móðir stúlku sem leitar réttar síns í málinu neitar að hafa lekið gögnunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að rannsóknar- og trúnaðargögnum í kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni hefðu verið gerð opinber á íslenskri vefsíðu. Sagt var í gær að málinu hefði verið vísað frá dómi en það er ekki rétt, ríkissaksóknari lét málið niður falla árið 2012 á þeim grundvelli að ákæra væri ekki líkleg til sakfellingar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag og sagði að embættinu væri kunnugt um birtingu gagnanna. Kannað er innan embættisins hvort birtingin brjóti í bága við lög.Getur varðað þriggja ára fangelsi Birting gagna af þessu tagi fellur undir 229. gr. almennra hegningarlaga sem snýr að ærumeiðingum. Brotið getur varðað allt að eins árs fangelsi. Birtingin getur einnig fallið undir 42. gr. persónuverndarlaga en brot á þeirri lagagrein getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Stjórnendur vefsíðunnar Stöndum Saman sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skýra frá því hvers vegna gögnin eru birt. Tilgangurinn sé að rjúfa þöggunarvítahring sem skapast hefur í íslensku samfélagi gagnvart kynferðisbrotamálum. Óánægja sé með að málið hafi ekki ratað fyrir dómstóla á sínum tíma. Stjórnendur síðunnar telja jafnframt að það eigi ekki að vera saknæmt að birta gögn af þessu tagi.Gagnrýnir Brynjar Rætt var við Brynjar Níelsson, alþingsmann og hæstaréttarlögmann, í gær og óttaðist hann þá þróun að viðkvæm gögn væru birt. Móðir stúlkunnar sem er fórnarlamb í málinu neitar að hafa lekið gögnunum og segist engin tensl hafa við síðuna. Hún undrast stöðu kynferðisbrotamála gegn börnum á Íslandi. „Mér finnst að við sem siðað samfélag verðum að skoða hvað sé að í okkar réttarkerfi, kerfi sem þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson segir að hafi kostað okkur blóð svita og tár að koma á. Kerfi þar sem meirihluti kynferðisbrotamála gegn börnum eru felld niður,“ segir móðirin sem vill ekki koma undir nafni. Við henni blasi sá veruleiki að almenningur á Íslandi líti frekar undan en að tilkynna kynferðisbrot gegn börnum. „Það eru mörg mál sem hafa verið að koma upp til sönnunar á því,“ segir móðirin og nefnir í því samhengi mál Karls Vignis Þorsteinssonar. „Þetta er smánarblettur á þjóðfélaginu.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira