Gengið til að vekja athygli á legslímuflakki - „Það tók um 12 ár að greina mig“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. mars 2014 20:39 "Við hvetjum alla til að mæta í gönguna því sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna, ekki bara konuna sem hann hefur,“ segir Ester. VÍSIR/AFP/EINKASAFN „Ég greindist með endómetríósu eða legslímuflakk fyrir fjórum árum, þá 29 ára gömul. Það tók um 12 ár að greina mig,“ segir Ester Ýr Jónsdóttir, 33 ára lífefnafræðingur. Á morgun verður farin ganga til þess að vekja athygli á sjúkdómnum. Gengið verður í yfir 40 löndum um allan heim. Hér á landi fer gangan frá Hallgrímskirkju klukkan 17. Tilgangurinn með göngunni er vekja athygli á sjúkdómnum en talið er að um fimm til tíu prósent kvenna séu með sjúkdóminn. „Það er ekki óalgengt að fólk viti lítið sem ekkert um sjúkdóminn og það er mjög líklegt að allir þekki einhverja konu sem er haldin honum,“ segir Ester. Hún segir greininga r tímann á Íslandi vera um sex til tíu ár að meðaltali. Mikilvægt sé að hefja umræðu um sjúkdóminn vegna þess að því lengur sem konur eru ógreindar því meiri líkur séu á því að sjúkdómurinn geti eyðilagt kvenlíffæri og leitt til ófrjósemi. Stundum þurfi að fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara. Samgróningar geti líka myndast eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Eggjastokkar geta til dæmis fest saman eða eggjastokkur gróið saman við ristil eða önnur líffæri.40 prósent kvenna með sjúkdóminn eiga erfitt með að eignast börn Einkenni sjúkdómsins geta verið margvísleg. Helsta einkennið er mikill sársauki við blæðingar. Konur fá þá mikla samdrátta r verki og sjúkdómurinn getur valdið uppköstum og yfirliði. Sársaukinn er yfirleitt verstur fyrstu tvo dagana sem konan er á blæðingum , en sumar konur geta fundið fyrir sársauka meiri hluta mánaðarins. Aðrar konur finna þó ekkert fyrir einkennum sjúkdómsins og stundum kemur hann ekki í ljós fyrr en þeim gengur erfiðlega að eignast börn. Um 40 prósent kvenna sem greinast með sjúkdóminn glíma við van- eða ófrjósemi. Stóan hluta þeirra má þó aðstoða með tæknifrjóvgun.Konur stundum sendar til sálfræðings Margir þættir spila inn í að greiningin tekur svo langan tíma að sögn Esterar. Oft leita konur fyrst til heimilislæknis eða á heilsugæsluna. Hún segir að því miður sé þekking lækna á sjúkdómnum ekki nógu mikil og konur fái ranga greiningu. Konur séu þá að leita til læknis vegna verkja. Sjúkdómnum geta til dæmis fylgt einkenni frá meltingarvegi og algengt sé að konur fái greiningu á meltingarsjúkdómum. „Svo eru konur líka stundum sendar til sálfræðings, því þetta er sagt vera á sálinni. Það hefur vantað að á okkur sé hlustað,“ segir Ester. „Hafi konur grun um að þær séu með sjúkdóminn er mikilvægt að leita til kvensjúkdómalæknis og finna einhvern sem þekkir sjúkdóminn,“ segir Ester. Læknirinn fari yfir sjúkrasögu viðkomandi og taki viðtal. Í framhaldinu sé svo hægt að senda konuna í kviðarholsspeglun sem sé lítil aðgerð en í raun eina leiðin til þess að greina sjúkdóminn með vissu. Sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna „Það er talið að sjúkdómurinn liggi að einhverju leyti í ættum en hann er flókinn og að öllum líkindum er ekki bara eitt gen sem veldur heldur margir þættir,“ segir Ester. „Ein tilgáta er að umhverfisþættir geti spilað inn í og að ýmis hormónatruflandi efni geti haft áhrif.“ „Við hvetjum alla til að mæta í gönguna því sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna, ekki bara konuna sem hann hefur, “ segir Ester. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ég greindist með endómetríósu eða legslímuflakk fyrir fjórum árum, þá 29 ára gömul. Það tók um 12 ár að greina mig,“ segir Ester Ýr Jónsdóttir, 33 ára lífefnafræðingur. Á morgun verður farin ganga til þess að vekja athygli á sjúkdómnum. Gengið verður í yfir 40 löndum um allan heim. Hér á landi fer gangan frá Hallgrímskirkju klukkan 17. Tilgangurinn með göngunni er vekja athygli á sjúkdómnum en talið er að um fimm til tíu prósent kvenna séu með sjúkdóminn. „Það er ekki óalgengt að fólk viti lítið sem ekkert um sjúkdóminn og það er mjög líklegt að allir þekki einhverja konu sem er haldin honum,“ segir Ester. Hún segir greininga r tímann á Íslandi vera um sex til tíu ár að meðaltali. Mikilvægt sé að hefja umræðu um sjúkdóminn vegna þess að því lengur sem konur eru ógreindar því meiri líkur séu á því að sjúkdómurinn geti eyðilagt kvenlíffæri og leitt til ófrjósemi. Stundum þurfi að fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara. Samgróningar geti líka myndast eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Eggjastokkar geta til dæmis fest saman eða eggjastokkur gróið saman við ristil eða önnur líffæri.40 prósent kvenna með sjúkdóminn eiga erfitt með að eignast börn Einkenni sjúkdómsins geta verið margvísleg. Helsta einkennið er mikill sársauki við blæðingar. Konur fá þá mikla samdrátta r verki og sjúkdómurinn getur valdið uppköstum og yfirliði. Sársaukinn er yfirleitt verstur fyrstu tvo dagana sem konan er á blæðingum , en sumar konur geta fundið fyrir sársauka meiri hluta mánaðarins. Aðrar konur finna þó ekkert fyrir einkennum sjúkdómsins og stundum kemur hann ekki í ljós fyrr en þeim gengur erfiðlega að eignast börn. Um 40 prósent kvenna sem greinast með sjúkdóminn glíma við van- eða ófrjósemi. Stóan hluta þeirra má þó aðstoða með tæknifrjóvgun.Konur stundum sendar til sálfræðings Margir þættir spila inn í að greiningin tekur svo langan tíma að sögn Esterar. Oft leita konur fyrst til heimilislæknis eða á heilsugæsluna. Hún segir að því miður sé þekking lækna á sjúkdómnum ekki nógu mikil og konur fái ranga greiningu. Konur séu þá að leita til læknis vegna verkja. Sjúkdómnum geta til dæmis fylgt einkenni frá meltingarvegi og algengt sé að konur fái greiningu á meltingarsjúkdómum. „Svo eru konur líka stundum sendar til sálfræðings, því þetta er sagt vera á sálinni. Það hefur vantað að á okkur sé hlustað,“ segir Ester. „Hafi konur grun um að þær séu með sjúkdóminn er mikilvægt að leita til kvensjúkdómalæknis og finna einhvern sem þekkir sjúkdóminn,“ segir Ester. Læknirinn fari yfir sjúkrasögu viðkomandi og taki viðtal. Í framhaldinu sé svo hægt að senda konuna í kviðarholsspeglun sem sé lítil aðgerð en í raun eina leiðin til þess að greina sjúkdóminn með vissu. Sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna „Það er talið að sjúkdómurinn liggi að einhverju leyti í ættum en hann er flókinn og að öllum líkindum er ekki bara eitt gen sem veldur heldur margir þættir,“ segir Ester. „Ein tilgáta er að umhverfisþættir geti spilað inn í og að ýmis hormónatruflandi efni geti haft áhrif.“ „Við hvetjum alla til að mæta í gönguna því sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna, ekki bara konuna sem hann hefur, “ segir Ester.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira