Ók á tré í Árbænum og sveik út bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2014 17:41 Myndin er ótengd fréttinni. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika. Annar þeirra fékk tíu mánaða dóm, þar af átta mánuði skilorðsbundna. Hinn hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í öðru tilvikinu unnu mennirnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brotin var sá er hlaut lengri dóm. Brotin áttu sér stað árið 2008. Í öðru þeirra, sem átti sér stað í janúar það ár, bar maðurinn því við að hann hefði misst stjórn á bifreið sinni í hálku svo bílinn hafi hafnað á tré við Rofabæ í Reykjavík. Blekkti maðurinn, sem á langan sakaferil að baki, Vátryggingafélag Íslands til að greiða sér 250 þúsund krónur í bætur þrátt fyrir að búið væri að gera við bifreiðina hjá Verði að kostnaðarlausu. Maðurinn hafi svo haldið áfram að krefja VÍS um viðbótarbætur vegna málunar og frekari viðgerðar á bíl sem þó var búið að gera við að fullu. Í hinu brotinu unnu mennirnir saman og hlutu dóm fyrir að útbúa og skila til Vátryggingafélags Íslands rangri tjónstilkynningu vegna tjóns á bifreið annars þeirra. Báru þeir því fyrir sig að öðrum bílnum hefði verið bakkað á hinn sem hefði valdið miklu tjóni á síðarnefnda bílnum. Af ljósmyndum og niðurstöðu bíltæknirannsóknar Gnostika taldi dómurinn útilokað að skýringar mannanna tveggja og framburður gæti átt við nokkur rök að styðjast. Hann væri tilviljunarkenndur, ómarkviss og mönnunum bæri ekki saman. Skemmdirnar á bílnum hafi ekki verið af völdum þessa bíls. Áætlaður kostnaður af viðgerð eða yfirtöku bifreiðarinnar var metinn á bilinu ein til tvær milljónir króna. Dómari ákvað að skilorðsbinda dóma mannanna meðal annars vegna þess hve mikill dráttur hefði orðið á málinu enda brotin sex ára gömul. Dóminn í heild sinni má sjá á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir tilraun til fjársvika. Annar þeirra fékk tíu mánaða dóm, þar af átta mánuði skilorðsbundna. Hinn hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í öðru tilvikinu unnu mennirnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brotin var sá er hlaut lengri dóm. Brotin áttu sér stað árið 2008. Í öðru þeirra, sem átti sér stað í janúar það ár, bar maðurinn því við að hann hefði misst stjórn á bifreið sinni í hálku svo bílinn hafi hafnað á tré við Rofabæ í Reykjavík. Blekkti maðurinn, sem á langan sakaferil að baki, Vátryggingafélag Íslands til að greiða sér 250 þúsund krónur í bætur þrátt fyrir að búið væri að gera við bifreiðina hjá Verði að kostnaðarlausu. Maðurinn hafi svo haldið áfram að krefja VÍS um viðbótarbætur vegna málunar og frekari viðgerðar á bíl sem þó var búið að gera við að fullu. Í hinu brotinu unnu mennirnir saman og hlutu dóm fyrir að útbúa og skila til Vátryggingafélags Íslands rangri tjónstilkynningu vegna tjóns á bifreið annars þeirra. Báru þeir því fyrir sig að öðrum bílnum hefði verið bakkað á hinn sem hefði valdið miklu tjóni á síðarnefnda bílnum. Af ljósmyndum og niðurstöðu bíltæknirannsóknar Gnostika taldi dómurinn útilokað að skýringar mannanna tveggja og framburður gæti átt við nokkur rök að styðjast. Hann væri tilviljunarkenndur, ómarkviss og mönnunum bæri ekki saman. Skemmdirnar á bílnum hafi ekki verið af völdum þessa bíls. Áætlaður kostnaður af viðgerð eða yfirtöku bifreiðarinnar var metinn á bilinu ein til tvær milljónir króna. Dómari ákvað að skilorðsbinda dóma mannanna meðal annars vegna þess hve mikill dráttur hefði orðið á málinu enda brotin sex ára gömul. Dóminn í heild sinni má sjá á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira