Ruth Reginalds og fjölskylda gætu þurft að yfirgefa heimilið sitt vegna skógarelda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 23:15 Hér má sjá Ruth til vinstri. Til hægri má sjá slökkviliðsmenn af störfum í Kaliforníufylki. Vísir/aðsent/AP „Einhverjir nágrannar okkar eru farnir að hlaða bílanna af dóti, þetta er orðið svolítið hræðilegt,“ segir íslenska söngkonan Ruth Reginalds, sem er búsett í Vista í Kaliforníufylki ásamt bandarískum eiginmanni sínum og sjö ára dóttur sinni. Miklir skógareldar geysa nú í nágrenni heimilis þeirra. „Mér finnst þetta eiginlega vera orðið of nálægt,“ segir hún og heldur áfram: „Úff...mér finnst þetta alveg rosalegt. Hér er verið að loka vegum og allt er í lamasessi útaf þessu“ segir Ruth áhyggjufull. Hún segir að fjölskyldan gæti þurft að flýja heimili sitt eins og þúsundir annarra sem búa ekki langt frá henni. „Við vitum það ekki enn, þetta fer eftir vindátt og fleiri þáttum. Við fylgjumst bara vel með. Ef það lægir í nótt, eða vindar snúast getum við verið áfram hérna heima.“Eru ekki í beinni hættu Ruth tekur það samt skýrt fram að hún og fjölskylda hennar eru ekki í hættu vegna eldanna. Þau fylgjast vel með fréttum og munu bregðast við ef til þess kemur með því að yfirgefa svæðið. Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Kaliforníufylkis vegna skógareldanna. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs geysa eldar á fjórum mismunandi stöðum. Þyrlur eru á sveimi og dæla vatni á eldinn úr lofti og aðstoða þannig slökkviliðsmenn á jörðu niðri.Hér má sjá myndir sem Ruth tók nálægt heimili sínu.Mikill hiti Hitinn í Vista, þar sem Ruth er búsett er gríðarlega mikill. „Hitinn er í kringum 40 gráður og loftið er mjög þurrt. Ofan á þetta er svo frekar vindasamt,“ segir Ruth og bætir við að gert sé ráð fyrir svipuðu veðri á morgun í veðurspám og því líklegt að eldarnir haldi áfram að breiðast út. „Þeir segja meira að segja að það eigi að verða enn heitara, ég veit ekki alveg hvernig það á að vera hægt. Hér er ofboðslega mikill hiti," segir hún. Samkvæmt nýjustu fregnum af svæðinu hafa þrjátíu hús brunnið og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Ruth og fjölskyldu hefur ekki verið skipað að yfirgefa heimilið sitt, en hún fylgist vel með fréttum. Í morgun fóru eldar að geysa á svæði sem nefnist Carlsbad og hafa ellefu þúsund manns, bara á því svæði, yfirgefið heimili sín.Hér má sjá mikinn reykmökk sem er í grennd við heimili Ruthar.Börnin inni vegna reyks Ruth var á leið að sækja dóttur sína og systurdóttur í skólann þegar blaðamaður hafði samband. „Skólinn hélt börnunum inni vegna reyks í dag,“ útskýrir hún. Ruth býr í Vista ásamt eiginmanni sínum Joe Moore og dóttur þeirra. Systir Ruthar, Steinunn Truesdale Kjartansdóttir er einnig búsett á svæðinu ásamt tveimur dætrum sínum. Ruth segir þau öll fylgjast vel með aðstæðum og muni meta hvort tilefni sé til að yfirgefa svæðið, haldi eldarnir áfram að geysa. Ruth skoðaði svæðið í dag. „Já, ég var með vini mínum sem heitir Ken Briggs, sem er mikill Íslandsvinur. Við keyrðum um og skoðuðum svæðin í kringum okkur. Það er rosalega mikill reykur hérna og þetta er eiginlega bara óhugnanlegt. Fyrst grínaðist hann með þetta og sagði að við ættum bara að ná okkur í sykurpúða og grilla þá. En svo þegar hann sá reyksúlurnar fyrir aftan húsið mitt hætti hann að grínast." Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Einhverjir nágrannar okkar eru farnir að hlaða bílanna af dóti, þetta er orðið svolítið hræðilegt,“ segir íslenska söngkonan Ruth Reginalds, sem er búsett í Vista í Kaliforníufylki ásamt bandarískum eiginmanni sínum og sjö ára dóttur sinni. Miklir skógareldar geysa nú í nágrenni heimilis þeirra. „Mér finnst þetta eiginlega vera orðið of nálægt,“ segir hún og heldur áfram: „Úff...mér finnst þetta alveg rosalegt. Hér er verið að loka vegum og allt er í lamasessi útaf þessu“ segir Ruth áhyggjufull. Hún segir að fjölskyldan gæti þurft að flýja heimili sitt eins og þúsundir annarra sem búa ekki langt frá henni. „Við vitum það ekki enn, þetta fer eftir vindátt og fleiri þáttum. Við fylgjumst bara vel með. Ef það lægir í nótt, eða vindar snúast getum við verið áfram hérna heima.“Eru ekki í beinni hættu Ruth tekur það samt skýrt fram að hún og fjölskylda hennar eru ekki í hættu vegna eldanna. Þau fylgjast vel með fréttum og munu bregðast við ef til þess kemur með því að yfirgefa svæðið. Mikill viðbúnaður er í suðurhluta Kaliforníufylkis vegna skógareldanna. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs geysa eldar á fjórum mismunandi stöðum. Þyrlur eru á sveimi og dæla vatni á eldinn úr lofti og aðstoða þannig slökkviliðsmenn á jörðu niðri.Hér má sjá myndir sem Ruth tók nálægt heimili sínu.Mikill hiti Hitinn í Vista, þar sem Ruth er búsett er gríðarlega mikill. „Hitinn er í kringum 40 gráður og loftið er mjög þurrt. Ofan á þetta er svo frekar vindasamt,“ segir Ruth og bætir við að gert sé ráð fyrir svipuðu veðri á morgun í veðurspám og því líklegt að eldarnir haldi áfram að breiðast út. „Þeir segja meira að segja að það eigi að verða enn heitara, ég veit ekki alveg hvernig það á að vera hægt. Hér er ofboðslega mikill hiti," segir hún. Samkvæmt nýjustu fregnum af svæðinu hafa þrjátíu hús brunnið og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Ruth og fjölskyldu hefur ekki verið skipað að yfirgefa heimilið sitt, en hún fylgist vel með fréttum. Í morgun fóru eldar að geysa á svæði sem nefnist Carlsbad og hafa ellefu þúsund manns, bara á því svæði, yfirgefið heimili sín.Hér má sjá mikinn reykmökk sem er í grennd við heimili Ruthar.Börnin inni vegna reyks Ruth var á leið að sækja dóttur sína og systurdóttur í skólann þegar blaðamaður hafði samband. „Skólinn hélt börnunum inni vegna reyks í dag,“ útskýrir hún. Ruth býr í Vista ásamt eiginmanni sínum Joe Moore og dóttur þeirra. Systir Ruthar, Steinunn Truesdale Kjartansdóttir er einnig búsett á svæðinu ásamt tveimur dætrum sínum. Ruth segir þau öll fylgjast vel með aðstæðum og muni meta hvort tilefni sé til að yfirgefa svæðið, haldi eldarnir áfram að geysa. Ruth skoðaði svæðið í dag. „Já, ég var með vini mínum sem heitir Ken Briggs, sem er mikill Íslandsvinur. Við keyrðum um og skoðuðum svæðin í kringum okkur. Það er rosalega mikill reykur hérna og þetta er eiginlega bara óhugnanlegt. Fyrst grínaðist hann með þetta og sagði að við ættum bara að ná okkur í sykurpúða og grilla þá. En svo þegar hann sá reyksúlurnar fyrir aftan húsið mitt hætti hann að grínast."
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira