Árlegt einsdæmi gerðist í Arnarfirði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Hér eru þau Chelsey M. Landry og Niklas Karbowski með hinn kynlega lax.mynd/fjarðalax Einn fiskur úr feng meistaranemenda sem lögðu silunganet í Arnarfirði í fyrradag, vakti athygli þeirra enda var hann með mikinn hnúð og og ófrýnilega tenntur. Þetta var um tveggja kílóa hnúðlax sem er upprunalega kominn úr Kyrrahafi. Ekki hefur hann þó lagt slíkar vegalengdir að baki því Rússar hófu sleppingar á hnúðlaxi í ám sínum á Kólaskaga og víðar við Hvítahaf í kringum 1960 og fljótlega eftir það fór að bera á honum hér við land. Reyndar er hann ekki sjaldgæfari en svo að hann er hér árlegur fengur að sögn Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. „Já, einsdæmin eru alltaf að gerast,“ bætir hann við í gamansömum tóni. Reyndar er það einungis hængurinn sem er svona auðþekkjanlegur en hrygnuna má auðveldlega rugla saman við sjóbleikju. „Það eru oftast ekki nema gleggstu menn sem þekkja hana frá,“ segir Guðni. Hann segir enga ástæðu til að hafa miklar áhyggjur þótt slíkur flækingur finnist við íslenska ósa. „Það þarf náttúrulega vissan fjölda til og svo þurfa þeir að getað viðhaldið sér. Ég þekki engin dæmi þess að þetta hafi tekist hjá þeim þannig að það séu einhverjir stofnar í ánum en það er ekkert útilokað að það geti gerst.“ Bleiklaxinn, sem er annað nafn yfir hnúðlax, hefur þann háttinn á að seiðin fara úr ám einungis tveimur vikum eftir að hafa klakist út og eru því ekki nema um 2,5 eða 3 sentímetrar þegar þau synda út í haf en okkar lax er á milli tíu til fjórtán sentímetrar þegar hann leggur í hann. Bleiklaxaseyðin eru því auðveld bráð. Ekki er heldur hentuga fæðu fyrir þau að finna. Þetta er meðal þeirra þátta sem standa vexti hans fyrir þrifum hérlendis. Dyntir náttúrunnar gefa vísindunum stundum lagt nef og fiska verður vart sem ekki eru taldir lifa hér. „Ég veit til þess að gráröndungar hafa veiðst hérna, ég hef séð eina þrjá í gegnum tíðina,“ segir Guðni en heimkynni slíkra fiska er í Biskajaflóa við Spán og Frakkland. Hnúðlaxinn í Arnarfirði veiddu tveir nemendur, þau Niklas Karbowski og Chelsey M. Landry, en þau stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Fjarðalax hjálpar til við söfnun gagna og segir Jón Örn Pálsson, þróunarstjóri fyrirtækisins, þetta sýna að laxinn flakki víða og kannski meira en menn telja fyrst þessi var á sundi í botni Arnarfjarðar. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Einn fiskur úr feng meistaranemenda sem lögðu silunganet í Arnarfirði í fyrradag, vakti athygli þeirra enda var hann með mikinn hnúð og og ófrýnilega tenntur. Þetta var um tveggja kílóa hnúðlax sem er upprunalega kominn úr Kyrrahafi. Ekki hefur hann þó lagt slíkar vegalengdir að baki því Rússar hófu sleppingar á hnúðlaxi í ám sínum á Kólaskaga og víðar við Hvítahaf í kringum 1960 og fljótlega eftir það fór að bera á honum hér við land. Reyndar er hann ekki sjaldgæfari en svo að hann er hér árlegur fengur að sögn Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. „Já, einsdæmin eru alltaf að gerast,“ bætir hann við í gamansömum tóni. Reyndar er það einungis hængurinn sem er svona auðþekkjanlegur en hrygnuna má auðveldlega rugla saman við sjóbleikju. „Það eru oftast ekki nema gleggstu menn sem þekkja hana frá,“ segir Guðni. Hann segir enga ástæðu til að hafa miklar áhyggjur þótt slíkur flækingur finnist við íslenska ósa. „Það þarf náttúrulega vissan fjölda til og svo þurfa þeir að getað viðhaldið sér. Ég þekki engin dæmi þess að þetta hafi tekist hjá þeim þannig að það séu einhverjir stofnar í ánum en það er ekkert útilokað að það geti gerst.“ Bleiklaxinn, sem er annað nafn yfir hnúðlax, hefur þann háttinn á að seiðin fara úr ám einungis tveimur vikum eftir að hafa klakist út og eru því ekki nema um 2,5 eða 3 sentímetrar þegar þau synda út í haf en okkar lax er á milli tíu til fjórtán sentímetrar þegar hann leggur í hann. Bleiklaxaseyðin eru því auðveld bráð. Ekki er heldur hentuga fæðu fyrir þau að finna. Þetta er meðal þeirra þátta sem standa vexti hans fyrir þrifum hérlendis. Dyntir náttúrunnar gefa vísindunum stundum lagt nef og fiska verður vart sem ekki eru taldir lifa hér. „Ég veit til þess að gráröndungar hafa veiðst hérna, ég hef séð eina þrjá í gegnum tíðina,“ segir Guðni en heimkynni slíkra fiska er í Biskajaflóa við Spán og Frakkland. Hnúðlaxinn í Arnarfirði veiddu tveir nemendur, þau Niklas Karbowski og Chelsey M. Landry, en þau stunda meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Fjarðalax hjálpar til við söfnun gagna og segir Jón Örn Pálsson, þróunarstjóri fyrirtækisins, þetta sýna að laxinn flakki víða og kannski meira en menn telja fyrst þessi var á sundi í botni Arnarfjarðar.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira