Tekjuhæstu myndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2014 23:00 Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Eins og önnur ár voru fjölmargar kvikmyndir gefnar út á árinu og nutu sumar meiri vinsælda en aðrar. Það má með sanni segja að árið hafi verið gott fyrrir framhaldsmyndir, ofurhetjur og Chris Pratt, sem lék í tveimur af tíu tekjuhæstu myndum ársins. Á listanum eru einnig fjórar myndir sem byggðar eru á teiknimyndabókum Marvel, en þær myndir hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Í efsta sæti situr myndin Guardians of the Galaxy og þénaði hún 333 milljónir dala, eða um 42 milljarða króna. Í öðru sæti er nýjasta myndin í Hunger Games seríunni: Mockingjay part 1. Sú mynd þénaði 293 milljónir dala, eða um 37 milljarða króna. Önnur myndin um Steven Rodgers, sem er betur þekktur sem Captain America, The Winter Soldier er þriðja tekjuhæsta mynd ársins með 260 milljóna dala í tekjur. Það samsvarar tæpum 33 milljörðum króna.Lego myndin er í fjórða sæti, en Chris Pratt er einnig þar í aðalhlutverki. Tekjur myndarinnar voru 258 milljónir dala, eða um 32 milljarðar króna. Nýjast mynd Transformers seríunnar, Age of Extinction, situr í fimmta sæti yfir tekjuhæstu myndir ársins. Tekjur myndarinnar voru 245 milljónir dala, eða tæplega 31 milljarður króna. Í sjötta sæti er ævintýramyndin Maleficent en tekjur hennar á árinu eru 241 milljón dala. Það samsvarar rúmum 30 milljörðum króna. Ofurhetjumyndin X-Men: Days of Future Past er í sjöunda sæti. Myndin, sem er þéttsetin stórstjörnum þénaði 234 milljónir dala, eða tæpa 30 milljarða króna. Framhald Apapláneturnnar: Dawn of the Planet of the Apes er í áttunda sæti. Tekjur myndarinnar voru 209 milljónir dala, eða rúmir 26 milljarðar króna. Önnur mynd Andrew Garfield sem Kóngulóarmaðurinn er í níunda sæti yfir tekjuhæstumyndir ársins. Alls þénaði myndin 203 milljónir dala eða um 25,5 milljarða króna. Í tíunda sæti er nýjasta myndin um hið fræga skrímsli Godzilla. Tekjur myndarinnar voru 201 milljónir dala eða um 25 milljarðar króna. Frekari upplýsingar og fleiri myndir má sjá á vefnum imdb.com.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira