Blái hnötturinn verðlaunaður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. júlí 2014 11:30 Andri Snær Magnason: „Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“ Vísir/Valli Höfundar frá Suður-Afríku og Kanada hafa fengið þessi verðlaun, en þeir skrifa auðvitað á ensku og þetta er í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýtur þau,“ segir Andri Snær Magnason spurður hvort þetta sé ekki örugglega í fyrsta sinn sem erlendur höfundur hlýtur hin virtu UKLA-verðlaun sem bók hans Sagan af bláa hnettinum hlaut í síðustu viku. Þýðingin er eftir Júlían Meldon D'Arcy og Áslaug Jónsdóttir myndskreytti bókina. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og hlaut Sagan af bláa hnettinum þau í flokki bóka fyrir sjö til ellefu ára börn. UKLA er skammstöfun fyrir The United Kingdom Literacy Association, bresk samtök sem leggja áherslu á læsi skólabarna. „Þau skilgreina læsi mjög víðtækt,“ segir Andri Snær. „Samtökin fagna einmitt fimmtíu ára afmæli í ár og ég er nýkominn heim af stórri ráðstefnu í Brighton í tilefni af því.“ Andri Snær segir hugmyndina að baki verðlaununum vera þá að vekja athygli á og hvetja kennara til að fylgjast með því besta sem sé að gerast í barnabókmenntum. „Rannsóknir sýna að ef kennarar eru vel með á nótunum og duglegir að kynna bækur fyrir börnunum þá ná þau betri árangri í námi.“ Spurður hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann sem höfund segir Andri Snær að fyrst og fremst sé bara mjög skemmtilegt að hljóta þessa viðurkenningu. „Þetta er mikill heiður og ég er auðvitað mjög montinn. Mér finnst þetta líka skemmtilegt í ljósi þess hversu ótrúlega langan tíma það tók að koma bókinni út á ensku. Það eru fimmtán ár síðan hún kom fyrst út hér heima en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem enska þýðingin leit dagsins ljós.“ Á ráðstefnunni í Brighton hitti Andri Snær kennara sem höfðu verið að lesa Söguna af bláa hnettinum með nemendum og segist hann hafa glaðst mest yfir umsögnum þeirra. „Það var með bestu viðbrögðum sem ég hef fengið síðan bókin kom út. Þeir sögðu krakkana hafa púað þegar átti að hætta að lesa og helst viljað lesa söguna allan daginn.“ Leikritið sem gert var eftir Sögunni af bláa hnettinum gerir líka víðreist; var sýnt bæði í Gdansk í Póllandi og borgarleikhúsinu í Álaborg í Danmörku í vor og verður sett upp í Chicago í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári. „Hún mallar alveg ótrúlega vel, þessi saga,“ segir Andri Snær. „Ég er búinn að fara í þrjár utanlandsferðir vegna hennar það sem af er þessu ári. Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“ Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Höfundar frá Suður-Afríku og Kanada hafa fengið þessi verðlaun, en þeir skrifa auðvitað á ensku og þetta er í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýtur þau,“ segir Andri Snær Magnason spurður hvort þetta sé ekki örugglega í fyrsta sinn sem erlendur höfundur hlýtur hin virtu UKLA-verðlaun sem bók hans Sagan af bláa hnettinum hlaut í síðustu viku. Þýðingin er eftir Júlían Meldon D'Arcy og Áslaug Jónsdóttir myndskreytti bókina. Verðlaunin eru veitt í nokkrum flokkum og hlaut Sagan af bláa hnettinum þau í flokki bóka fyrir sjö til ellefu ára börn. UKLA er skammstöfun fyrir The United Kingdom Literacy Association, bresk samtök sem leggja áherslu á læsi skólabarna. „Þau skilgreina læsi mjög víðtækt,“ segir Andri Snær. „Samtökin fagna einmitt fimmtíu ára afmæli í ár og ég er nýkominn heim af stórri ráðstefnu í Brighton í tilefni af því.“ Andri Snær segir hugmyndina að baki verðlaununum vera þá að vekja athygli á og hvetja kennara til að fylgjast með því besta sem sé að gerast í barnabókmenntum. „Rannsóknir sýna að ef kennarar eru vel með á nótunum og duglegir að kynna bækur fyrir börnunum þá ná þau betri árangri í námi.“ Spurður hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann sem höfund segir Andri Snær að fyrst og fremst sé bara mjög skemmtilegt að hljóta þessa viðurkenningu. „Þetta er mikill heiður og ég er auðvitað mjög montinn. Mér finnst þetta líka skemmtilegt í ljósi þess hversu ótrúlega langan tíma það tók að koma bókinni út á ensku. Það eru fimmtán ár síðan hún kom fyrst út hér heima en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem enska þýðingin leit dagsins ljós.“ Á ráðstefnunni í Brighton hitti Andri Snær kennara sem höfðu verið að lesa Söguna af bláa hnettinum með nemendum og segist hann hafa glaðst mest yfir umsögnum þeirra. „Það var með bestu viðbrögðum sem ég hef fengið síðan bókin kom út. Þeir sögðu krakkana hafa púað þegar átti að hætta að lesa og helst viljað lesa söguna allan daginn.“ Leikritið sem gert var eftir Sögunni af bláa hnettinum gerir líka víðreist; var sýnt bæði í Gdansk í Póllandi og borgarleikhúsinu í Álaborg í Danmörku í vor og verður sett upp í Chicago í Bandaríkjunum í febrúar á næsta ári. „Hún mallar alveg ótrúlega vel, þessi saga,“ segir Andri Snær. „Ég er búinn að fara í þrjár utanlandsferðir vegna hennar það sem af er þessu ári. Það er lúxusvandamál höfundar þegar sögur hans hafa svona langan hala.“
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira