Nýtir kórreynsluna í listaverkum sínum Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júlí 2014 15:00 Jóhanna Þórhallsdóttir er hæfileikarík á hinum ýmsu sviðum listarinnar og opnar sína fyrstu listaverkasýningu. vísir/valli „Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst. Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst.
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira