Breytingarnar eiga að gæta jafnræðis Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. desember 2014 18:30 Elín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, segir að öryrkjar sem nýti allt að eitthundrað ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra séu flestir í vinnu og hafi úr meiru að spila en örorkubótum. Hún segir að talsmenn fatlaða hafi misskilið breytingarnar og ekki standi til að vísa þeim á leigubíla geti þeir rökstutt þörf sína fyrir ferðir umfram lögboðið hámark. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að fatlaðir sem fara áttatíu til hundrað ferðir með ferðaþjónustu fatlaðra horfi fram á að aksturkostnaður þeirra hækki um tugi þúsunda mánaðarlega vegna gjaldskrárhækkana hjá borginni. Frá velferðarsviði koma þær skýringar að breytingarnar séu til að gæta jafnræðis. Elín segir að þegar séu sextíu ferðir í boði en fólk geti farið fleiri ferðir ef það fái sérstaka undanþágu. Það sé fyrst og fremst verið að skýra þessar reglur.Geta fengið sama fjölda ferða og áður Talsmenn öryrkja segja að það hindri ferðafrelsi þeirra að takmarka ferðirnar við sextíu á mánuði. Til að fara fleiri ferðir þarf að sækja um sérstaka undanþágu og greiða margfalt hærra gjald. Talsmenn fatlaðra sögðu í gær að taka sérútbúna þyrfti leigubíla ef ferðir yrðu fleiri en áttatíu. Elín segir það hinsvegar vera misskilning þeirra að taka þurfi sérútbúna leigubíla í einhverjum tilfellum. Öryrkjar geti áfrýjað til sérstakrar áfrýjunarnefndar og fengið sama fjölda og áður ef þeir rökstyðji að þeir þurfi á því að halda. Hún segir að kostnaður við eitthundrað ferðir á mánuði verði því aldrei meiri en 55.000 en það er hækkun uppá ríflega 20.000. „Ég veit að þetta er íþyngjandi,“ segir Elín. „En það eru örfáir einstaklingar sem nota fleiri en áttatíu ferðir. Þeir eru frekar á vinnumarkaði og hafa því úr meiru að spila en örorkubótum. Það hafa komið athugasemdir fram um að við ættum frekar að hækka gjaldskrá fyrir þjónustuna flatt á allan hópinn. Þarna eru uppi mismunandi sjónarmið, eiga allir að greiða eða þeir sem nota þjónustuna mest og eru þá kannski í öðrum aðstæðum en fjöldinn.“ Hún segist telja að ekki sé verið að skerða ferðafrelsi líkt og talsmenn fatlaðra haldi fram. Það sé markmiðið að fatlað fólk komist allra sinna ferða hindrunarlaust en stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eins og í þessu tilfelli. Þarna sé líka verið að auka þjónustu þannig að fólk geti pantað sér ferðir samdægurs og það megi segja að það auki ferðafrelsi. Tengdar fréttir Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00 Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, segir að öryrkjar sem nýti allt að eitthundrað ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra séu flestir í vinnu og hafi úr meiru að spila en örorkubótum. Hún segir að talsmenn fatlaða hafi misskilið breytingarnar og ekki standi til að vísa þeim á leigubíla geti þeir rökstutt þörf sína fyrir ferðir umfram lögboðið hámark. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að fatlaðir sem fara áttatíu til hundrað ferðir með ferðaþjónustu fatlaðra horfi fram á að aksturkostnaður þeirra hækki um tugi þúsunda mánaðarlega vegna gjaldskrárhækkana hjá borginni. Frá velferðarsviði koma þær skýringar að breytingarnar séu til að gæta jafnræðis. Elín segir að þegar séu sextíu ferðir í boði en fólk geti farið fleiri ferðir ef það fái sérstaka undanþágu. Það sé fyrst og fremst verið að skýra þessar reglur.Geta fengið sama fjölda ferða og áður Talsmenn öryrkja segja að það hindri ferðafrelsi þeirra að takmarka ferðirnar við sextíu á mánuði. Til að fara fleiri ferðir þarf að sækja um sérstaka undanþágu og greiða margfalt hærra gjald. Talsmenn fatlaðra sögðu í gær að taka sérútbúna þyrfti leigubíla ef ferðir yrðu fleiri en áttatíu. Elín segir það hinsvegar vera misskilning þeirra að taka þurfi sérútbúna leigubíla í einhverjum tilfellum. Öryrkjar geti áfrýjað til sérstakrar áfrýjunarnefndar og fengið sama fjölda og áður ef þeir rökstyðji að þeir þurfi á því að halda. Hún segir að kostnaður við eitthundrað ferðir á mánuði verði því aldrei meiri en 55.000 en það er hækkun uppá ríflega 20.000. „Ég veit að þetta er íþyngjandi,“ segir Elín. „En það eru örfáir einstaklingar sem nota fleiri en áttatíu ferðir. Þeir eru frekar á vinnumarkaði og hafa því úr meiru að spila en örorkubótum. Það hafa komið athugasemdir fram um að við ættum frekar að hækka gjaldskrá fyrir þjónustuna flatt á allan hópinn. Þarna eru uppi mismunandi sjónarmið, eiga allir að greiða eða þeir sem nota þjónustuna mest og eru þá kannski í öðrum aðstæðum en fjöldinn.“ Hún segist telja að ekki sé verið að skerða ferðafrelsi líkt og talsmenn fatlaðra haldi fram. Það sé markmiðið að fatlað fólk komist allra sinna ferða hindrunarlaust en stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eins og í þessu tilfelli. Þarna sé líka verið að auka þjónustu þannig að fólk geti pantað sér ferðir samdægurs og það megi segja að það auki ferðafrelsi.
Tengdar fréttir Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00 Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40
Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00
Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06