Innlent

Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Öryrkjar hafa gert létt myndband til að benda á þá mismunun sem felst í því að takmarka ferðafjölda fatlaðra hjá Ferðaþjónustu fatlaðra.

Myndbandið er gert af oryrkja.is til að hvetja ráðamenn til að fella niður þá takmörkun ferða sem taka mun gildi um áramótin, hjá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Sagt var frá því á Vísi að þetta fyrirkomulag hefur orðið fyrir gagnrýni.

„60 ferðir er ein ferð á dag fram og til baka í einn mánuð. Hvað myndu þeir farþegar sem taka Strætó segja ef þeir fengu bara 60 ferðir á mánuði? Það yrði allt brjálað,“ segir á Youtube síðu myndbandsins.

Þau hjá öryrkja.is telja það vera mismunun þegar farþegar Ferðaþjónustu fatlaðra, sem rekin er af Strætó, fá einungis 60 ferðir á mánuði. Aðrir farþegar Strætó lifa ekki við slíkar takmarkanir.

Við viljum enga mismunum og við teljum það mismunun þegar farþegar Ferðaþjónustu fatlaðra (sem er rekin af Strætó) fá einungis 60 ferðir á mánuði þegar aðrir farþegar Strætó lifa ekki við slíkar takmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×