Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2014 12:00 Hámarksfjöldi er settur á ferðir fatlaðra í hverjum mánuði. Fatlaðir telja það fela í sér mismunun. Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“ Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira