Breytingarnar eiga að gæta jafnræðis Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. desember 2014 18:30 Elín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, segir að öryrkjar sem nýti allt að eitthundrað ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra séu flestir í vinnu og hafi úr meiru að spila en örorkubótum. Hún segir að talsmenn fatlaða hafi misskilið breytingarnar og ekki standi til að vísa þeim á leigubíla geti þeir rökstutt þörf sína fyrir ferðir umfram lögboðið hámark. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að fatlaðir sem fara áttatíu til hundrað ferðir með ferðaþjónustu fatlaðra horfi fram á að aksturkostnaður þeirra hækki um tugi þúsunda mánaðarlega vegna gjaldskrárhækkana hjá borginni. Frá velferðarsviði koma þær skýringar að breytingarnar séu til að gæta jafnræðis. Elín segir að þegar séu sextíu ferðir í boði en fólk geti farið fleiri ferðir ef það fái sérstaka undanþágu. Það sé fyrst og fremst verið að skýra þessar reglur.Geta fengið sama fjölda ferða og áður Talsmenn öryrkja segja að það hindri ferðafrelsi þeirra að takmarka ferðirnar við sextíu á mánuði. Til að fara fleiri ferðir þarf að sækja um sérstaka undanþágu og greiða margfalt hærra gjald. Talsmenn fatlaðra sögðu í gær að taka sérútbúna þyrfti leigubíla ef ferðir yrðu fleiri en áttatíu. Elín segir það hinsvegar vera misskilning þeirra að taka þurfi sérútbúna leigubíla í einhverjum tilfellum. Öryrkjar geti áfrýjað til sérstakrar áfrýjunarnefndar og fengið sama fjölda og áður ef þeir rökstyðji að þeir þurfi á því að halda. Hún segir að kostnaður við eitthundrað ferðir á mánuði verði því aldrei meiri en 55.000 en það er hækkun uppá ríflega 20.000. „Ég veit að þetta er íþyngjandi,“ segir Elín. „En það eru örfáir einstaklingar sem nota fleiri en áttatíu ferðir. Þeir eru frekar á vinnumarkaði og hafa því úr meiru að spila en örorkubótum. Það hafa komið athugasemdir fram um að við ættum frekar að hækka gjaldskrá fyrir þjónustuna flatt á allan hópinn. Þarna eru uppi mismunandi sjónarmið, eiga allir að greiða eða þeir sem nota þjónustuna mest og eru þá kannski í öðrum aðstæðum en fjöldinn.“ Hún segist telja að ekki sé verið að skerða ferðafrelsi líkt og talsmenn fatlaðra haldi fram. Það sé markmiðið að fatlað fólk komist allra sinna ferða hindrunarlaust en stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eins og í þessu tilfelli. Þarna sé líka verið að auka þjónustu þannig að fólk geti pantað sér ferðir samdægurs og það megi segja að það auki ferðafrelsi. Tengdar fréttir Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00 Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, segir að öryrkjar sem nýti allt að eitthundrað ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðra séu flestir í vinnu og hafi úr meiru að spila en örorkubótum. Hún segir að talsmenn fatlaða hafi misskilið breytingarnar og ekki standi til að vísa þeim á leigubíla geti þeir rökstutt þörf sína fyrir ferðir umfram lögboðið hámark. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að fatlaðir sem fara áttatíu til hundrað ferðir með ferðaþjónustu fatlaðra horfi fram á að aksturkostnaður þeirra hækki um tugi þúsunda mánaðarlega vegna gjaldskrárhækkana hjá borginni. Frá velferðarsviði koma þær skýringar að breytingarnar séu til að gæta jafnræðis. Elín segir að þegar séu sextíu ferðir í boði en fólk geti farið fleiri ferðir ef það fái sérstaka undanþágu. Það sé fyrst og fremst verið að skýra þessar reglur.Geta fengið sama fjölda ferða og áður Talsmenn öryrkja segja að það hindri ferðafrelsi þeirra að takmarka ferðirnar við sextíu á mánuði. Til að fara fleiri ferðir þarf að sækja um sérstaka undanþágu og greiða margfalt hærra gjald. Talsmenn fatlaðra sögðu í gær að taka sérútbúna þyrfti leigubíla ef ferðir yrðu fleiri en áttatíu. Elín segir það hinsvegar vera misskilning þeirra að taka þurfi sérútbúna leigubíla í einhverjum tilfellum. Öryrkjar geti áfrýjað til sérstakrar áfrýjunarnefndar og fengið sama fjölda og áður ef þeir rökstyðji að þeir þurfi á því að halda. Hún segir að kostnaður við eitthundrað ferðir á mánuði verði því aldrei meiri en 55.000 en það er hækkun uppá ríflega 20.000. „Ég veit að þetta er íþyngjandi,“ segir Elín. „En það eru örfáir einstaklingar sem nota fleiri en áttatíu ferðir. Þeir eru frekar á vinnumarkaði og hafa því úr meiru að spila en örorkubótum. Það hafa komið athugasemdir fram um að við ættum frekar að hækka gjaldskrá fyrir þjónustuna flatt á allan hópinn. Þarna eru uppi mismunandi sjónarmið, eiga allir að greiða eða þeir sem nota þjónustuna mest og eru þá kannski í öðrum aðstæðum en fjöldinn.“ Hún segist telja að ekki sé verið að skerða ferðafrelsi líkt og talsmenn fatlaðra haldi fram. Það sé markmiðið að fatlað fólk komist allra sinna ferða hindrunarlaust en stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir eins og í þessu tilfelli. Þarna sé líka verið að auka þjónustu þannig að fólk geti pantað sér ferðir samdægurs og það megi segja að það auki ferðafrelsi.
Tengdar fréttir Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00 Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40
Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Fatlaðir einstaklingar gagnrýna nýjar verklagsreglur við ferðaþjónustu fatlaðra. Ákvæði um hámarksferðir í mánuði mismuna fötluðum að þeirra mati. Eftir áttatíu ferðir í mánuði þarf fatlaður að bíða til mánaðamóta. 22. desember 2014 12:00
Öryrkjar mótmæla takmörkuðum ferðum með ferðaþjónustu Stekkjastaur kemst ekki til byggða þar sem hann er búinn með ferðirnar sínar. 23. desember 2014 11:06