Viðræðum við ESB sjálfhætt Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:55 Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira