Ferðamenn ánægðir með jólin á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2014 20:00 Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs. Jólafréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs.
Jólafréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira