„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 12:43 visir/daníel Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri
Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28
Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03