Erró var heiðraður af stofnunni og honum veitt Picasso gullorða UNESCO fyrir framlag hans til lista og framgang hugsjóna stofnunarinnar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra flutti opnunarræðu og færði honum hamingjuóskir og þakklæti íslensku þjóðarinnar fyrir framlag hans til myndlistar.
Sýningin stendur til 28. maí og er opin almenningi.
Ljósmyndarinn Vera Pálsdóttir tók myndir.



