Innlent

Fjölskylduhjálp styrkt af bandarísku fyrirtæki

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sótti Fjölskylduhjálp heim í Iðufelli í morgun. Þar ræddi hann við um hundrað manna hóp frá Bandaríkjunum, sem er hér á vegum bandarísks fyrirtækis. Varin Meetings & Incentives, eða CMI, velur á hverju ári góðgerðarsamtök sem hljóta aðstoð frá þeim.

Að þessu sinni varð Fjölskylduhjálp fyrir valinu og starfsmenn fyrirtækisins hafa þegar hjálpað góðgerðarsamtökunum með því að kaupa og setja upp frystiklefa í höfuðstöðvum þeirra.

Hópurinn aðstoðaði í dag við matarúthlutun til 300 fjölskyldna, en einnig máluðu þau húsið að utan. Þar að auki greiddu þau allan kostnað málunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×