Mikil völd en engin ábyrgð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“ Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“
Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira