„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. mars 2014 21:00 Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. Kjartan Ólafsson er fæddur árið 1997, en hann er með downs- heilkenni, alvarlega greindarskerðingu, einhverfu og sykursýki. Kjartan stundar nám við fjölbrautaskólann í Breiðholti fyrir hádegi alla virka daga. Eftir hádegi dvelur hann í Frístundaklúbbnum Höllinni í Grafarvogi.„Sonur okkar er þannig fatlaður að hann getur alls ekki verið einn heima og það er komið til að vera. Þegar það er enginn skóli á morgnanna er engin gæsla eða umönnun fyrir hádegi. Það er mjög slæmt að setja foreldra í þessa stöðu,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir, móðir Kjartans. Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í fimm daga og enn er engin lausn í sjónmáli. Ragnheiður segir að óvissan komi verst niður á fötluðum nemendum og fjölskyldum þeirra, ekki síst fjárhagslega. „Skólinn er þeirra félagslega net og er þeim mjög mikilvægur. Þau eru ekki skilin eftir ein heima í tölvuleik, þau sofa ekki út eða eru að djamma á kvöldin. Enn síður sitja þau með félögum sínum og undirbúa námsefnið“, segir Ragnheiður hún. Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundaði um málið gær og skoraði í kjölfarið á Kennarasamband Íslands að veita undanþágur í verkfallinu vegna fatlaðra nemenda. Starfsfólk, annað en kennarar í skólum, geta ekki sinnt nemendunum þrátt fyrir að vera á launum og í ekki í verkfalli vegna þess að það starfar undir verkstjórn framhaldsskólakennara. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. Kjartan Ólafsson er fæddur árið 1997, en hann er með downs- heilkenni, alvarlega greindarskerðingu, einhverfu og sykursýki. Kjartan stundar nám við fjölbrautaskólann í Breiðholti fyrir hádegi alla virka daga. Eftir hádegi dvelur hann í Frístundaklúbbnum Höllinni í Grafarvogi.„Sonur okkar er þannig fatlaður að hann getur alls ekki verið einn heima og það er komið til að vera. Þegar það er enginn skóli á morgnanna er engin gæsla eða umönnun fyrir hádegi. Það er mjög slæmt að setja foreldra í þessa stöðu,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir, móðir Kjartans. Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í fimm daga og enn er engin lausn í sjónmáli. Ragnheiður segir að óvissan komi verst niður á fötluðum nemendum og fjölskyldum þeirra, ekki síst fjárhagslega. „Skólinn er þeirra félagslega net og er þeim mjög mikilvægur. Þau eru ekki skilin eftir ein heima í tölvuleik, þau sofa ekki út eða eru að djamma á kvöldin. Enn síður sitja þau með félögum sínum og undirbúa námsefnið“, segir Ragnheiður hún. Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundaði um málið gær og skoraði í kjölfarið á Kennarasamband Íslands að veita undanþágur í verkfallinu vegna fatlaðra nemenda. Starfsfólk, annað en kennarar í skólum, geta ekki sinnt nemendunum þrátt fyrir að vera á launum og í ekki í verkfalli vegna þess að það starfar undir verkstjórn framhaldsskólakennara.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira