Varamaðurinn Krul hetja Hollands 5. júlí 2014 19:30 Vísir/Getty Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Holland er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins eftir sigur á Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Argentínu á þriðjudag. Það voru flestir sem bjuggust við að Hollendingarnir myndu vinna spútniklið Kosta Ríku nokkuð þæginlega í kvöld, en annað kom á daginn. Hollendingar voru meira með boltann, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg opin marktækifæri. Robin van Persie fékk fínt færi eftir 22. mínútur, en lét Keylor Navas í marki Kosta Ríka verja frá sér. Navas gerði aftur vel sjö mínutum fyrir hálfleik þegar hann varði aukaspyrnu Sneijder. Fyrri hálfleikurinn var hrikalega leiðinlegur, vægast sagt. Lítið var að frétta, en Kosta Ríka-menn lágu til baka og gáfu fá færi á sér. Markalaust var í hálfleik og ekki var mikið fjör í síðari hálfleiknum heldur. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eitthvað markvert gerðist, þegar Wesley Sneijder tók magnaða aukaspyrnu, en boltinn í stöngina. Keylor Navas varði bara einfaldlega það sem kom á markið hjá Kosta Ríka, en þeir sköpuðu sér engin opin marktækifæri. Robin van Persie fékk síðasta færið í venjulegum leiktíma, en skot hans var bjargað á marklínu af Yeltsin Tejeda sem skaut boltanum í slá og burt. Staðan var enn markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar gerðist fátt markvert fyrr en þegar þrjár mínútur voru eftir þegar Marco Urena átti frábæran sprett, en Jasper Cillessen sá við honum. Tveimur mínútum síðar þrumaði Sneijder í þverslánna, en hvorugt liðanna náði að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppi. Þar vakti athygli að Tim Krul kom inná í mark Hollands í stað Jasper Cillessen, en van Gaal hafði greinilega meiri trú á Krul þar. Þar sigraði Holland og þeir mæta því Argentínu í undanúrslitunum heimsmeistaramótsins.Vítaspyrnukeppnin: 0-1 Celso Borges 1-1 Robin van Persie 1-1 Krul ver frá Bryan Ruiz 2-1 Arjen Robben skorar 2-2 Geancarlo Gonzalez skorar 3-2 Wesley Sneijder 3-3 Christian Bolanos 4-3 Dirk Kuyt 4-3 Krul ver frá Michael Umana
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira