Kristinn Sigmunds með Íslensku óperunni í fyrsta skipti í tólf ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 09:30 Stórsöngvarinn Kristinn mun taka á því sem Filippus konungur í haust. Fréttablaðið/Vilhelm Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira