Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Fanney Birna Jóndóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að húseigendur yfirtóku staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira