Nýr Herjólfur í útboð Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2014 07:45 Nýr Herjólfur mun sigla milli lands og Eyja árið 2017. vísir/stefán Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Vinna við kaup og smíði nýs Herjólfs á að hefjast í upphafi næsta árs samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Unnið verður að fjármögnun samhliða undirbúningi útboðs. Fyrirhugað er að bjóða út verkið á fyrri hluta ársins 2015. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lagði málið fyrir ríkisstjórn í gær. Í minnisblaði ráðherra kemur fram að umtalsverður olíukostnaður sparist með því að taka í notkun nýja ferju sem gert er ráð fyrir að sigli til Landeyjahafnar árið um kring og að jafnframt lækki mjög kostnaður við dýpkun hafnarinnar. Með þessu sparast fjármunir sem falla til vegna siglinga Herjólfs til Þorlákshafnar. Reglulegar siglingar til Landeyjahafnar eru mikil samgöngubót milli lands og Eyja. Samtals er gert ráð fyrir að rekstur nýrrar ferju lækki um allt að fjögur hundruð milljónir króna.Elliði Vignisson, bæjarstjóri VestmannaeyjaVerkinu verið frestað síðan 2008 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir nú vera að rofa til eftir um sex ára baráttu Vestmannaeyinga við að fá betri tengingu við fastalandið. „Frá 2008, þegar áformum um smíði nýs Herjólfs var slegið á frest, höfum við barist fyrir að fá nýja ferju inn á áætlun. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þessu verkefni, eyjaskeggjar. Áformað er að smíða nýtt skip með minni flutningsgetu í hverri ferð. En með því að fara fleiri ferðir mun flutningsgeta bæði á fólki og bifreiðum aukast um 70 prósent,“ segir Elliði. Nokkur vandræði hafa fylgt Landeyjahöfn síðustu ár og hefur oft og tíðum verið ófært inn í höfnina af ýmsum sökum. Hefur Herjólfur því oft þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi tímatapi.Tími og fé sparast Ný ferja á að geta átt auðveldar um vik með að sigla til Landeyjahafnar og því verður mikill tímasparnaður af nýrri ferju. Elliði segir hægt að sigla fleiri ferðir vegna þess að rekstrarkostnaður við nýja ferju sé mun lægri en við núverandi skip. „Við fögnum því auðvitað vel og innilega að nú sé málið komið á einhvern rekspöl. Ástandið í samgöngumálum við Vestmannaeyjar er algjörlega ótækt og illa farið með tækifærin sem fyrir eru hér í Eyjum. Einnig bendir allt til þess að nýja ferjan sem verður smíðuð spari um 400 milljónir á ári í rekstrarkostnað, samanborið við gamla Herjólf,“ segir Elliði. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir samgöngur til og frá Eyjum skipta bæði heimamenn og atvinnulífið miklu máli. „Þessi texti er kominn til af ástæðu og skiptir miklu máli að ríkisstjórnin vinni að þessu markmiði. Auðvitað á eftir að sjá hvað kemur úr útboði en samgöngur milli lands og Eyja verða að vera í lagi. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega í Eyjum og með réttu má tala um byltingu á svæðinu. Að því sögðu, og í samhengi við að við viljum dreifa ferðamönnum sem mest um landið, þá verða samgöngurnar að vera í lagi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira