Innlent

Ísland minnir á ógnir við lífríki hafsins

Svavar Hávarðsson skrifar
Ísland minnti á ógnir við lífríki hafsins.
Ísland minnti á ógnir við lífríki hafsins. Vísir/Vilhelm
Ísland styður gerð hnattræns framtíðarsamkomulags í loftslagsmálum. Þetta kom fram á 20. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Lima í Perú. Fulltrúar Íslands á þinginu vöktu athygli á þeirri ógn sem höfunum og lífríki þeirra stafar af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar, sem væri sérstakt áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu afkomu sína á auðlindum hafsins.

Danmörk telst vera loftslagsvænsta ríki heims þriðja árið í röð, ef marka má mat félagasamtakanna Germanwatch og Climate Action Network. Ísland er í 10. sæti á listanum sem er líka óbreytt staða frá því í fyrra.

Samtökin leggja til grundvallar magn losunar gróðurhúsalofttegunda, þróun losunar, hlut og þróun endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og stefnumótun í loftslagsmálum.

Önnur ríki á topp tíu í þessari röð eru Svíþjóð, Bretland, Portúgal, Kýpur, Marokkó, Írland, Sviss og Frakkland. Noregur er í 24. sæti, Finnland í 29., Bandaríkin í 41., Kína í 42. og Ástralía og Sádí-Arabía lenda svo í tveimur neðstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×