Innlent

20 milljónum varið í heimskautalögfræði í HA

Sveinn Arnarsson skrifar
Háskólinn á Akureyri fær rétt um 30 milljónir aukalega til reksturs skólans árið 2015.
Háskólinn á Akureyri fær rétt um 30 milljónir aukalega til reksturs skólans árið 2015.
Háskólinn á Akureyri mun fá um 30 milljónir í sinn hlut vegna rannsóknamissera akademískra starfsmanna og eflingar stoðþjónustu. Tveir þriðju hlutar upphæðarinnar eru eyrnamerktir kennslu í heimskautarétti við skólann og gætir óánægju með það meðal starfsmanna.

Forsvarsmenn Háskólans á Akureyri hafa gagnrýnt þá forgangsröðun sem birtist í fjárlögum. Skólinn sé skilinn eftir og refsað fyrir aðhald í rekstri meðan HÍ og HR fái stóraukin framlög.

Þingmenn gagnrýndu einnig skiptinguna í atkvæðagreiðslu á þingi. Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vera ánægð með að greiða skiptingunni atkvæði sitt. „Ég greiði þessari tillögu ekki atkvæði með glöðu geði því að Háskólinn á Akureyri skiptir gríðarlega miklu máli fyrir allt landið. Sú skipting sem átti sér stað á þessum 618 milljónum tæpum er ekki til þess fallin að um hana geti ríkt sátt meðal landsbyggðarþingmanna,“ sagði Valgerður.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, gagnrýndi það að 20 milljónir af 30, sem átti að nota í rannsóknamisseri við háskólann, væru eyrnamerktar heimskautarétti. Með þessu væri hægt að segja að skorið væri niður til rannsóknamissera um 20 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×