Skýra þarf reglur og skilyrði vegna mats á námi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Anna og Angelique. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja að margt þurfi að bæta. Fréttablaðið/Stefán Samfélagsmál„Okkur finnst skrítið hversu erfitt er að fá menntunina metna en það eru margir sem lenda í vandræðum með þetta,“ segir Angelique Kelley sem situr í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Fjallað hefur verið um málið í blaðinu síðustu daga. Samtökin hafa meðal annars beitt sér fyrir því að hjálpa konum af erlendum uppruna að fá menntun sína viðurkennda. „Þetta er oft erfitt og getur tekið mjög langan tíma. Okkur finnst þetta skrítið af því Ísland er að missa af tækifæri til þess að nota menntun og þekkingu þessa fólks. Við myndum vilja að þetta yrði skoðað betur og reynt að einfalda þetta. Það væri gott að fá svör við því af hverju þetta er svona. Það myndi hjálpa mörgum,“ segir Angelique. Sjálf nam hún snyrtifræði í Bandaríkjunum en getur ekki starfað sem slíkur hér nema bæta við menntun sína. Samtökin hafa bent á að skýrari reglur vanti um það hvernig menntun sé metin og hvaða skilyrði umsækjendur þurfi að uppfylla. Fólk fái oft ekki útskýringu á því af hverju menntun þess sé ekki metin og gefist þá upp og fari að vinna við annað en það sem það er menntað til. „Viðhorfið þarf að breytast, líka meðal stofnana og atvinnuveitenda og það þarf að byrja að horfa á menntun innflytjenda, sem og á menntun almennt, sem auðlind og allar auðlindir þarf að nýta skynsamlega,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður samtakanna. „Það mætti líka endurskoða íslenskukennslu, og þá sérstaklega kennslu á háskólastigi og tengja hana frekar við mismunandi deildir, hafa hana hagnýta til dæmis. Ef það eina sem vantar hjá erlendum læknum er tungumálið, þá ætti að bjóða upp á íslenskunámskeið við læknadeild. Þetta er fjárfesting sem myndi nýtast öllum,“ segir Anna. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Samfélagsmál„Okkur finnst skrítið hversu erfitt er að fá menntunina metna en það eru margir sem lenda í vandræðum með þetta,“ segir Angelique Kelley sem situr í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Fjallað hefur verið um málið í blaðinu síðustu daga. Samtökin hafa meðal annars beitt sér fyrir því að hjálpa konum af erlendum uppruna að fá menntun sína viðurkennda. „Þetta er oft erfitt og getur tekið mjög langan tíma. Okkur finnst þetta skrítið af því Ísland er að missa af tækifæri til þess að nota menntun og þekkingu þessa fólks. Við myndum vilja að þetta yrði skoðað betur og reynt að einfalda þetta. Það væri gott að fá svör við því af hverju þetta er svona. Það myndi hjálpa mörgum,“ segir Angelique. Sjálf nam hún snyrtifræði í Bandaríkjunum en getur ekki starfað sem slíkur hér nema bæta við menntun sína. Samtökin hafa bent á að skýrari reglur vanti um það hvernig menntun sé metin og hvaða skilyrði umsækjendur þurfi að uppfylla. Fólk fái oft ekki útskýringu á því af hverju menntun þess sé ekki metin og gefist þá upp og fari að vinna við annað en það sem það er menntað til. „Viðhorfið þarf að breytast, líka meðal stofnana og atvinnuveitenda og það þarf að byrja að horfa á menntun innflytjenda, sem og á menntun almennt, sem auðlind og allar auðlindir þarf að nýta skynsamlega,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður samtakanna. „Það mætti líka endurskoða íslenskukennslu, og þá sérstaklega kennslu á háskólastigi og tengja hana frekar við mismunandi deildir, hafa hana hagnýta til dæmis. Ef það eina sem vantar hjá erlendum læknum er tungumálið, þá ætti að bjóða upp á íslenskunámskeið við læknadeild. Þetta er fjárfesting sem myndi nýtast öllum,“ segir Anna.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira