Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Með uppsögnunum á að hagræða í Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Ræstingar verða boðnar út. „Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
„Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira