Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Með uppsögnunum á að hagræða í Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Ræstingar verða boðnar út. „Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks. Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks.
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira