Secret Solstice fær leyfi fyrir 2015 Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2014 09:30 Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar í Laugardalnum og gekk hún vel fyrir sig. Fréttablaðið/Daníel „Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“ Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira