Secret Solstice fær leyfi fyrir 2015 Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2014 09:30 Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar í Laugardalnum og gekk hún vel fyrir sig. Fréttablaðið/Daníel „Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“ Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira
„Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Sjá meira