Secret Solstice fær leyfi fyrir 2015 Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2014 09:30 Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar í Laugardalnum og gekk hún vel fyrir sig. Fréttablaðið/Daníel „Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“ Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Við erum í skýjunum yfir að fá leyfið fyrir næsta ár,“ segir Egill Thorarensen, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Samningar hafa náðst á milli Secret Solstice, Reykjavíkurborgar og hverfisráða í Laugardalnum um að hátíðin verði haldin á nýjan leik næsta sumar. „Við erum full tilhlökkunar og um leið og þetta datt í hús negldum við fyrstu listamennina,“ segir Egill. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í sumar og gekk vel fyrir sig. Yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir komu fram. Þegar mest lét, á tónleikum aðalnúmersins Massive Attack, voru áhorfendur á bilinu sjö til átta þúsund. Eitthvað var um kvartanir frá nágrönnum vegna hávaða.Egill lofar enn skemmtilegri hátíð á næsta ári.Fréttablaðið/Ernir„Laugardalurinn er mjög rótgróið hverfi og það er ekki sjálfgefið að fá leyfi til að ónáða þetta fólk sem þarna býr með smá hávaða,“ segir Egill. „Auðvitað þarf maður að vinna með hverfisráðum og borginni til þess að allt gangi upp en við erum búin að uppfylla öll skilyrðin sem okkur voru sett.“ Tónleikar voru samtímis haldnir á fimm sviðum í sumar. Aðspurður segir Egill að ekki hafi verið ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður á næsta ári. „Við erum að skoða í samráði við hverfisráð og borgarstjórn hvernig er hægt að dreifa hávaðanum þannig að hann hafi sem minnst áhrif á íbúa.“ Hann segir að dagskráin muni byrja seinna á næstu hátíð. „Ég held að það hafi verið ofmat að geta ginnt Íslendinga á tónleika klukkan tólf á hádegi á föstudegi. Við vitum miklu betur hvað við erum að geta þetta árið,“ segir Egill og bætir við að miðasala hefjist í næstu viku. Á þriðja tug tónleikagesta var kærður fyrir vörslu fíkniefna á Secret Solstice í sumar en friður og kærleikur voru samt í fyrirrúmi. „Það stóð upp úr að þetta var ofbeldislaus hátíð og fólk skemmti sér vel. Við lofum að fólk getur gert enn meiri væntingar til næstu hátíðar.“
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira