Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að hugsa verði um réttindi fólks til náms. Menntamálaráðherra telur að framhaldsskólar eigi að vera ungmennaskólar og það eigi að loka fyrir aðgang þeirra sem eru orðnir 25 ára og eldri. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira