Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að hugsa verði um réttindi fólks til náms. Menntamálaráðherra telur að framhaldsskólar eigi að vera ungmennaskólar og það eigi að loka fyrir aðgang þeirra sem eru orðnir 25 ára og eldri. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira