Krakkarnir hræddust ekki krimmann Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2014 09:15 Leo Sankovic leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
„Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira