Krakkarnir hræddust ekki krimmann Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2014 09:15 Leo Sankovic leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira