Innlent

Skólahlaup blásið af vegna móðu

Svavar Hávarðsson skrifar
í Vestmannaeyjum. Eftir skítaveður síðustu daga, spillti blámóðan blíðunni í gær.
í Vestmannaeyjum. Eftir skítaveður síðustu daga, spillti blámóðan blíðunni í gær. fréttablaðið/óskar
Blámóðan frá Holuhrauni náði til Vestmanneyja í gær, og þess vegna var hætt við að halda norræna skólahlaupið.

Elísa Kristmannsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla, segir að loksins þegar vel viðraði til útiveru í Vestmannaeyjum, þá hafi mengunin frá Holuhrauni í fyrsta sinn látið virkilega finna fyrir sér. „Hér eru engir mengunarmælar svo við fengum upplýsingar frá Hvolsvelli og frá Veðurstofunni um að mengunin væri það mikil að forðast ætti áreynslu utan dyra. Því þurftu 540 börn að hætta við að hlaupa – eins og við öll vorum ánægð með að fá loksins sól og blíðu,“ segir Elísa og bætir við að reynt verði að hlaupa í dag. Í versta falli, og verði ekki friður fyrir mengun, þá verði reynt í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.