Erlent

Ná völdum yfir flugvellinum

Freyr Bjarnason skrifar
Úkraínsk kona grætur fyrir framan skóla sem varð fyrir skemmdum í árás uppreisnarmanna í borginni Donetsk.
Úkraínsk kona grætur fyrir framan skóla sem varð fyrir skemmdum í árás uppreisnarmanna í borginni Donetsk. Fréttablaðið/AP
Uppreisnarsinnar í austurhluta Úkraínu virtust í gær vera að ná völdum yfir flugvellinum í borginni Donetsk, sem hefur verið á umráðasvæði stjórnvalda.

Þetta þykir hernaðarlega mikilvægur sigur fyrir uppreisnarsinna.

Að minnsta kosti tíu voru drepnir á svæðinu í kringum flugvöllinn, þar af fjórir skammt frá skóla.

Um 70 börn voru inni í skólanum á meðan átökin áttu sér stað en aðeins fullorðnir voru á meðal látinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×