Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 Mynd/Ásmundur Bollason „Ég sá frétt um þetta sem hafði yfirskriftina að það þyrfti breytt viðhorf til fóstureyðinga; ég held að það sé þá ágætt að láta alfarið af allri forræðishyggju gegn konum. Það er eina breytta viðhorfið sem ég sé í þessu og er vænlegt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Lauganeskirkju. Á laugardag fór fram í Hörpu Kristsdagur, en þar komu saman forsvarsmenn flestra kristinna trúfélaga í landinu og sameinuðust þar í bæn fyrir land og þjóð. Það var Friðrikskapelluhópurinn sem stóð fyrir deginum en það eru sömu samtök og stóðu fyrir Hátíð vonar í Laugardalshöll í fyrrahaust en sú hátíð var mjög umdeild, meðal annars vegna predikarans Billy Graham sem kom fram á hátíðinni.Hildur Eir Bolladóttir.Það sem vakti athygli og furðu margra á Kristsdeginum í ár var bænaskrá sem gefin var út fyrir hátíðina þar sem tilgreint var fyrir hverju yrði beðið á hátíðardaginn. Vöktu sum bænarefnin furðu, meðal annars þar sem var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Fjölmargir hafa spurt sig hvað felist í þessum orðum. Kristín segir mikilvægt að opna ekki á umræðu sem gangi ekki út frá kvenfrelsi og réttindum kvenna. „Það er sláandi að það sé verið að opna á svona samtal,“ segir Kristín sem var ekki á hátíðinni en las bænaskjalið. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, var ekki heldur á hátíðinni en furðar sig einnig á bænaskjalinu. „Mér leist ekkert á þetta bænaskjal og það samræmist ekki mínum hugmyndum varðandi bænina. Bænin er ekki stjórnmálaafl eða valdatæki heldur gjöf guðs sem við fáum til þess að sameinast en ekki til þess að sundra. Það voru ýmsir hlutir þarna sem stungu mig og mér fannst ákveðin bænarefni í þessu skjali ónærgætin,“ segir Hildur og tekur fram að margt í skránni hafi verið óskýrt. „Það var til dæmis auðveldlega hægt að taka því sem ásökun um ábyrgðarleysi af hendi þeirra kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu, það stakk mig,“ segir Hildur. Agnes Sigurðardóttir biskup tók þátt í hátíðinni en báðum finnst þeim Kristínu og Hildi það eðlilegt að æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar taki þátt í deginum. „Það er skiljanlegt að hún svari því kalli að koma og ávarpa svona, er viss um að hún hefur flutt góðan boðskap,“ segir Kristín. „Það hefði þó verið sterkt hefði hún tekið einurða afstöðu til bænaskjalsins sem fólki brá við að sjá. Mér finnst svolítið sérstakt að þjóðkirkjan sem er stærsta kristna trúfélagið hafi ekki haft aðgang að gerð bænaskjalsins,“ segir Hildur en tekur fram að sér finnist hugmyndin um þess konar hátíð góð en rétt þurfi að standa að henni. Aðspurð hvort þjóðkirkjan eigi að taka þátt í slíkum viðburði segir Kristín: „Þjóðkirkjan er breiður og víður vettvangur og innan hennar er fólk með mjög ólíka nálgun og ólíka trúarhefð. Ég veit að mörgum finnst þetta ríma vel saman við það sem þeir vilja sjá og gera. Þó ég hafi sjálf ekki viljað taka þátt í þessu þá veit ég um marga vini og kollega sem fundu eitthvað jákvætt þarna en hver og einn þarf að gera það upp við sig,“ segir Kristín.Kristín Þórunn Tómasdóttir.Siri Didriksen, ein þeirra sem komu að skipulagningu hátíðarinnar, segist harma það hvernig öll fréttaumfjöllun um daginn hafi snúist um þessa tilteknu bæn. „Þarna voru hátt í 2.000 manns sem brostu og nutu dagsins saman og þetta er það eina sem fókus er settur á,“ segir hún. Aðspurð hvað meint hafi verið með fyrrnefndri bæn segir hún það snúast um það að of margar ungar konur láti eyða fóstri vegna þess að samfélagið setji þrýsting á þær. „Ég bið daglega fyrir því að það verði breytt viðhorf fyrir þessu. Fóstureyðingar voru ekki settar á laggirnar sem p-pilla. Það þyrfti að skoða það af hverju það eru hátt í eitt þúsund fóstureyðingar hér á ári og kafa dýpra á bak við það. Af hverju sumar konur fara svona oft. Það sem kemur út úr því er að þessar konur sem eru að fara oftar en tvisvar og þrisvar þeim líður virkilega illa þegar þær eru orðnar 50, 60 ára gamlar. Allar rannsóknir sýna það,“ segir Siri. Spurð um hvaða rannsóknir hún vísi í, segir hún það vera hinar ýmsu rannsóknir, frá sjúkrastofnunum og háskólum. Tengdar fréttir Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
„Ég sá frétt um þetta sem hafði yfirskriftina að það þyrfti breytt viðhorf til fóstureyðinga; ég held að það sé þá ágætt að láta alfarið af allri forræðishyggju gegn konum. Það er eina breytta viðhorfið sem ég sé í þessu og er vænlegt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Lauganeskirkju. Á laugardag fór fram í Hörpu Kristsdagur, en þar komu saman forsvarsmenn flestra kristinna trúfélaga í landinu og sameinuðust þar í bæn fyrir land og þjóð. Það var Friðrikskapelluhópurinn sem stóð fyrir deginum en það eru sömu samtök og stóðu fyrir Hátíð vonar í Laugardalshöll í fyrrahaust en sú hátíð var mjög umdeild, meðal annars vegna predikarans Billy Graham sem kom fram á hátíðinni.Hildur Eir Bolladóttir.Það sem vakti athygli og furðu margra á Kristsdeginum í ár var bænaskrá sem gefin var út fyrir hátíðina þar sem tilgreint var fyrir hverju yrði beðið á hátíðardaginn. Vöktu sum bænarefnin furðu, meðal annars þar sem var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Fjölmargir hafa spurt sig hvað felist í þessum orðum. Kristín segir mikilvægt að opna ekki á umræðu sem gangi ekki út frá kvenfrelsi og réttindum kvenna. „Það er sláandi að það sé verið að opna á svona samtal,“ segir Kristín sem var ekki á hátíðinni en las bænaskjalið. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, var ekki heldur á hátíðinni en furðar sig einnig á bænaskjalinu. „Mér leist ekkert á þetta bænaskjal og það samræmist ekki mínum hugmyndum varðandi bænina. Bænin er ekki stjórnmálaafl eða valdatæki heldur gjöf guðs sem við fáum til þess að sameinast en ekki til þess að sundra. Það voru ýmsir hlutir þarna sem stungu mig og mér fannst ákveðin bænarefni í þessu skjali ónærgætin,“ segir Hildur og tekur fram að margt í skránni hafi verið óskýrt. „Það var til dæmis auðveldlega hægt að taka því sem ásökun um ábyrgðarleysi af hendi þeirra kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu, það stakk mig,“ segir Hildur. Agnes Sigurðardóttir biskup tók þátt í hátíðinni en báðum finnst þeim Kristínu og Hildi það eðlilegt að æðsti yfirmaður þjóðkirkjunnar taki þátt í deginum. „Það er skiljanlegt að hún svari því kalli að koma og ávarpa svona, er viss um að hún hefur flutt góðan boðskap,“ segir Kristín. „Það hefði þó verið sterkt hefði hún tekið einurða afstöðu til bænaskjalsins sem fólki brá við að sjá. Mér finnst svolítið sérstakt að þjóðkirkjan sem er stærsta kristna trúfélagið hafi ekki haft aðgang að gerð bænaskjalsins,“ segir Hildur en tekur fram að sér finnist hugmyndin um þess konar hátíð góð en rétt þurfi að standa að henni. Aðspurð hvort þjóðkirkjan eigi að taka þátt í slíkum viðburði segir Kristín: „Þjóðkirkjan er breiður og víður vettvangur og innan hennar er fólk með mjög ólíka nálgun og ólíka trúarhefð. Ég veit að mörgum finnst þetta ríma vel saman við það sem þeir vilja sjá og gera. Þó ég hafi sjálf ekki viljað taka þátt í þessu þá veit ég um marga vini og kollega sem fundu eitthvað jákvætt þarna en hver og einn þarf að gera það upp við sig,“ segir Kristín.Kristín Þórunn Tómasdóttir.Siri Didriksen, ein þeirra sem komu að skipulagningu hátíðarinnar, segist harma það hvernig öll fréttaumfjöllun um daginn hafi snúist um þessa tilteknu bæn. „Þarna voru hátt í 2.000 manns sem brostu og nutu dagsins saman og þetta er það eina sem fókus er settur á,“ segir hún. Aðspurð hvað meint hafi verið með fyrrnefndri bæn segir hún það snúast um það að of margar ungar konur láti eyða fóstri vegna þess að samfélagið setji þrýsting á þær. „Ég bið daglega fyrir því að það verði breytt viðhorf fyrir þessu. Fóstureyðingar voru ekki settar á laggirnar sem p-pilla. Það þyrfti að skoða það af hverju það eru hátt í eitt þúsund fóstureyðingar hér á ári og kafa dýpra á bak við það. Af hverju sumar konur fara svona oft. Það sem kemur út úr því er að þessar konur sem eru að fara oftar en tvisvar og þrisvar þeim líður virkilega illa þegar þær eru orðnar 50, 60 ára gamlar. Allar rannsóknir sýna það,“ segir Siri. Spurð um hvaða rannsóknir hún vísi í, segir hún það vera hinar ýmsu rannsóknir, frá sjúkrastofnunum og háskólum.
Tengdar fréttir Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15