Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 vísir/stefán Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara. Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara.
Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06