Eiginmaðurinn leiddur grátandi út af lögreglu Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 08:45 vísir/stefán Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara. Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Vinir og nágrannar konunnar sem fannst látin á heimili sínu í Stelkshólum 4 á laugardag eru harmi slegnir. Eiginmaður konunnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október, grunaður um að hafa verið valdur að dauða hennar. Talið er að konan hafi verið kyrkt. Maðurinn, sem er 28 ára gamall, neitar sök en ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi maðurinn í vin sinn skömmu fyrir miðnætti á laugardag og sagði honum að kona sín væri látin. Bað hann vin sinn um að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Á heimilinu munu börn þeirra, 2 og 6 ára hafa verið sofandi. Í samtali við Fréttablaðið segir nágranni hjónanna að lögregla hafi komið laust eftir miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Í kjölfarið hafi eiginmaðurinn verið leiddur grátandi út í fylgd lögreglu. Börn hjónanna voru flutt af vettvangi í sjúkrabíl en þau eru nú vistuð á heimili á vegum barnaverndarnefndar þar sem engir nánir ættingjar þeirra búa hér á landi. Náinn vinur fjölskyldunnar hér á landi sagði í samtali við Fréttablaðið að hann og kona hans freisti þess nú að fá að vista börn hjónanna á heimili þeirra, en mikill samgangur hafi verið þeirra á milli. Hann bætti við að hann tryði varla að þessi hörmungaratburður hefði átt sér stað. Ekkert hafi bent til þess að hjónin ættu í vandræðum og að maðurinn sé ekki þekktur fyrir ofbeldi. Vinahópur konunnar hefur slegið saman fyrir flugmiða handa bróður hennar sem er væntanlegur til landsins í dag eða á morgun. Nágrannar hjónanna lýsa þeim sem rólegu og vinalegu fólki sem hafi lifað ósköp venjulegu fjölskyldulífi. Fólkið kynntist á Íslandi en fluttu bæði til Íslands frá Póllandi fyrir um sex árum. Þau höfðu búið í íbúðinni að Stelkshólum í um það bil ár. Konan, sem var 26 ára gömul, starfaði við ræstingar en maðurinn starfar við að leggja ljósleiðara.
Tengdar fréttir Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38 Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54 „Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36 Lögreglan rannsakar mannslát Maður er í haldi lögreglu. 28. september 2014 11:09 Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. 28. september 2014 17:38
Talinn hafa kyrkt konuna Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. 28. september 2014 13:54
„Virkilega vinalegt og gott fólk“ Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi. 28. september 2014 14:36
Neitar að hafa banað eiginkonu sinni Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. 28. september 2014 16:06