Innlent

Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október næstkomandi. Er það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Samkvæmt lögmanni mannsins verður úrskurðinum ekki áfrýjað.

Eins og fram hefur komið barst lögreglu tilkynning um kona væri látin á heimili sínu í Breiðholti skömmu eftir miðnætti. Tilkynningin barst frá aðila sem hinn handtekni hafði látið vita af andlátinu. Við komu lögreglu á vettvang vaknaði grunur um að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti.  Maðurinn neitar allri sök.



vísir/stefán
Eiginmaður konunnar, sem ekki hefur komið við sögu lögreglu áður vegna sakamála, var handtekinn í íbúðinni og færður í fangageymslu lögreglu. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi konunnar þannig að hún hlaut bana af.


Tengdar fréttir

Talinn hafa kyrkt konuna

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×