Innlent

Talinn hafa kyrkt konuna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/egill aðalsteinsson
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Stelkshólum í Breiðholti í nótt er talinn hafa þrengt að öndunarvegi konunnar þannig að hún lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í kjölfarið hafði maðurinn samband við annan aðila sem lét lögreglu vita skömmu eftir miðnætti í nótt. Við komu lögreglu á vettvang vaknaði strax grunur um að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti.

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum. Konan sem lést var 26 ára og eiginmaður hennar 28 ára.

Yfirheyrslur yfir hinum grunaða standa nú yfir og lögð verður fram krafa um gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna síðar í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×