Fimm prósentin sem urðu út undan Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2014 14:30 Nöfnin Steiney og Jógvan er ekki að finna á kókflöskunum. Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira