Fimm prósentin sem urðu út undan Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2014 14:30 Nöfnin Steiney og Jógvan er ekki að finna á kókflöskunum. Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira