Fimm prósentin sem urðu út undan Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2014 14:30 Nöfnin Steiney og Jógvan er ekki að finna á kókflöskunum. Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig. Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Herferðin Njóttu Coke hefur vakið gríðarlega lukku síðustu tvö sumur en hún gengur út á að fólk geti fundið kókflöskur með nafninu sínu á. Ekki náðu þó öll mannanöfn á Íslandi á vörur Coca-Cola en um fimm prósent þjóðarinnar hafa ekki getað séð sig á kók-flöskum.Jógvan Hansen.Væri frekar til í peninginn „Mér datt aldrei í hug að leita að nafninu mínu því ég bjóst ekki við því að finna það. Þannig að ég er ofboðslega lítið sár út í Coke. Ef ég fengi flösku eða dós með nafninu mínu myndi það eflaust bara vekja hamingju heima hjá mér og þessum tveimur öðrum á Íslandi sem heita Jógvan en örugglega ekki hjá mörgum fleirum,“ segir tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen á léttu nótunum. „Ég kannski bý ég bara til merkingu sjálfur úti á Spáni ef ég finn einhverja ódýra merkingaverslun. En ef Coke vill eyða einhverjum þúsundköllum í að setja nafnið mitt á Coke væri ég frekar til í að fá peninginn bara,“ bætir hann við hlæjandi. Tónlistarmaðurinn er samt sem áður hrifinn af drykknum. „Ég er eins og flestir menn í heiminum, hrifinn af Coke. Ég er samt meðvitaður um að drykkurinn er óhollur en ef ég fer á skyndibitastaði finnst mér sæta kókið passa vel með. Annars er ég líka hrifinn af Coke Light.“Samkvæmt þjóðskrá eru 3 sem bera nafnið Jógvan sem 1. eiginnafn.Steiney SkúladóttirVön því að vera í minnihluta „Ég er orðin vön því að vera í minnihluta varðandi nafnið mitt því ég ber frekar óalgengt nafn. Ég bjóst ekkert við því að vera á flöskum og hef því ekki verið að leita að nafninu mínu,“ segir Steiney Skúladóttir. „Ég drekk ekki gos. Ég hef ekki drukkið gos síðan áður en ég fermdist fyrir tíu og hálfu ári. Ég er að reyna að hafa skoðun á því að nafnið mitt sé ekki á Coke en mér er í alvörunni alveg sama,“ bætir Steiney við. Hún segist ekki mundu fá sér kók þótt hún fengi flösku með nafninu sínu á. „Ætli ég myndi ekki gefa pabba flöskuna. Hann er svo mikill kókisti.“Samkvæmt þjóðskrá eru 9 sem bera nafnið Steiney sem 1. eiginnafn og 4 sem bera það sem 2. eiginnafn.Hægt er að leita að nafninu sínu á vefsíðunni njottucoke.is.Vinsælar tækifærisgjafirMjög vinsælt hefur verið að merkja kókflöskur í brúðkaupum og ýmsum mannfögnuðum síðustu mánuði. Þá hafa fyrirtæki einnig verið dugleg að láta sérmerkja Coke-vörur fyrir sig og sína starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum frá Vífilfelli er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið veitir. Hægt er að framleiða flösku sem er til í framleiðslulotu Vífilfells og þá er lágmark hægt að panta eitt bretti. Hins vegar sérframleiðir Vífilfell ekki flöskur fyrir fólk, til dæmis með gælunöfnum, fullum nöfnum, fyrirtækja- eða vörumerkjum, samkvæmt alþjóðlegum vörumerkjareglum The Coca-Cola Company. Þeir sem vilja láta sérmerkja flöskur þurfa því að leita til annarra fyrirtækja en Vífilfells. Íslendingar toppa Breta og Bandaríkjamenn * Tæplega 1.500 nöfn voru prentuð á flöskur á Íslandi og því ættu 95% þjóðarinnar að geta fundið sig einhvers staðar í verslunum landsins. * Hægt er að sjá lista yfir þau nöfn sem voru prentuð á Íslandi á síðunni njottucoke.is. * Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn og Bretar þegar kemur að nafnafjölda. Í Bandaríkjunum voru 250 vinsælustu nöfnin prentuð á flöskur og í Bretlandi voru nöfnin rétt rúmlega þúsund. * Ekki er ljóst hvort herferðin haldi áfram næsta sumar en sala á kók hefur aukist til muna í þeim um fimmtíu löndum þar sem herferðin hefur verið farin. * Dæmi um önnur nöfn sem ekki rötuðu á flöskur á Íslandi eru Dúi, Salína, Willum, Líneik, Skúlína, Alberta og Gullveig.
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira