Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ákveðið var að bjóða upp á mjólkurvörur með gervisykri vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum. Vörur með gervisykri eru í sumum tilfellum merktar með orðinu "létt“. VÍSIR/GVA Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“. Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.
Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15